Velkomin á heimasíðuna hjá Trésmiðjunni Rein

Þaulvanir byggingaverktakar á öllum sviðum framkvæmda, stórum sem smáum. 

Bílkranar og vinnulyftur í úrvali. 

Hönnunarþjónusta

Trésmiðjan Rein hefur í sínum röðum löggiltan mannvirkjahönnuð sem getur skilað inn til yfirvalda bygginganefndarteikningum. Þetta er kærkomin viðbót í annars ört stækkandi flóru verkefna sem Trésmiðjan Rein getur tekið að sér. Einnig er Trésmiðjan í góðu samstarfi við aðra hönnuði til að skila af sér burðarvirki, lögnum og fleiri séruppdráttum svo að framgangur verks geti verið hraður og fylgi örugglega öllu settu regluverki og leyfisveitingum. Hægt er að setja sig í samband við hönnuð á ragnar@trerein.is eða með "hafa samband" valmöguleikanum á heimasíðu. Það er okkar von að viðskiptavinir sjái sér hag í að hafa verkið allt á sömu hendi, frá hugmynd að veruleika.

 • Atvinnuumsókn

  Atvinnuumsókn

  Trésmiðjan Rein er alltaf að leita að góðu fólki í hópinn. Sendu ferilskrá á póstföng gefin upp neðst á síðu og við skoðum hvort ekki er pláss fyrir þig.

   

 • Mannhýfingar

  Nýr Scania kranabíll með Palfinger 78002 krana, og 2 nýjar spjótlyftur

  Eini löglegi kranabíllinn á svæðinu til mannhýfinga er hjá
  Trésmiðjunni Rein, útbúinn neyðarslökun á körfu.

  Lesa meira

 • Framúrskarandi fyrirtæki

  Trésmiðjan Rein er framúrskarandi fyrirtæki 11 árið í röð.

  Trésmiðjan Rein hefur staðist ítarlegar kröfur Credit info 11 ár í röð
  og er því útnefnd "Framúrskarandi fyrirtæki"

  Lesa meira

   

 • Útgarður 2

  Útgarður 2 leggur af stað

  9 íbúðir fyrir 55 ára og eldri eru að fara í byggingu við Útgarð 2

  Naustalækur er með verkefnið og Trésmiðjan Rein er aðalverktaki, einhverjar íbúðir eru á lausu.

   

Fréttir

Liebherr 90T bílkrani

90T krani er mættur á svæðið.
Lesa meira

Útgarður 2 rúllar af stað

Bygging fjölbýlishús að Útgarði 2 leggur af stað von bráðar.
Lesa meira