Trésmiðjan Rein hefur í gegnum tíðina sett mark sitt á uppbyggingu á svæðinu með þjónustu við ríki, sveitarfélög, fyrirtæki og einkaaðila. Við erum vel tækjum búnir í flest verk. Trésmiðjan Rein getur tekið að sér verk frá A-Ö, eða allt frá hugmynd að afhendingu lykla á fullbúnu verki.

Á meðal fyrri verka má nefna Jarðböðin í Mývatnssveit, Verslunar og þjónustukjarna í Dimmuborgum, þjónustuhús fyrir Norðursiglingu. Sjóböðin á Húsavík. Reiðhallir og Útgarð 6, fjölbýli ásamt ýmsu öðru.

Trésmiðjan hefur reynslu af öllum gerðum mannvirkja, bæði í nýbyggingu og í viðhaldi.