Trésmiðjan Rein var stofnuð árið 1963 af þeim hjónum Stefáni Óskarssyni og Aðalbjörgu Gunnlaugsdóttur. Fyrirtækið er skráð til heimilis í Rein, 641 Húsavík en aðal starfsemin fer fram að Víðimóum 14, 640 Húsavík. Bæði eru þau enn virk í rekstri Rein en framkvæmdarstjóri er sonur þeirra, Sigmar Stefánsson. Trésmiðjan Rein hefur í dag um 20 starfsmenn, meirihluti þeirra er faglærður. 

Trésmiðjan Rein hefur í gegnum árin sinnt öllum hliðum byggingariðnaðarins og gert það vel. Hvort sem um er að ræða stór eða smá verk. Við erum vel tækjum búnir í reisningu á öllum gerðum mannvirkja, varanlegum sem tímabundnum mannvirkjum.