980 m2 gólfflötur með 15 tonna brúkrana ætti að duga undir fjölbreytt verkefni framtíðarinnar.
980 m2 gólfflötur með 15 tonna brúkrana ætti að duga undir fjölbreytt verkefni framtíðarinnar.

Í þessum töluðu (skrifuðu) orðum er verið að steypa síðasta áfangann í botnplötu í Víðimóum 8. Við erum því nokkurn veginn á áætlun með að taka húsið í notkun í byrjun árs 2107. Enda eru verkefnin ærin sem bíða eftir því að komast inn í hlýjuna til að vinnast við kjöraðstæður. Skemmst er frá því að segja að með þessu nýja húsi verður bylting í annars ágætri aðstöðu hjá Trésmiðjunni Rein og verður hægt að vinna fleiri verk við kjöraðstæður heldur en ella. Trúin er sú að með þessu nýja húsi verði hægt að taka að sér fjölbreyttari smíði eða steypu verkefni á öllum árstímum.  

 

Víðimóar 8

Hér gefur að líta harðduglegt fólk sem er í steypuvinnunni.. ásamt fulltrúum Múra ehf sem sjá um slípun og niðurlögn á plötunni.

 

Víðimóar 8

Salurinn í allri sinni dýrð..