Teikningar af Fiskifjöru 1
Teikningar af Fiskifjöru 1

Byggingin verður stálgrindarhús klætt með yleiningum sem skipt verður í 5 rými. Húsið kemur til með að sóma sér vel og ætti að vera kærkomin viðbót við þá flóru sem nú er boðið upp á neðan við bakkann. Einhver virðist þörfin vera fyrir svona húsnæði þar sem staðan er nú svoleiðis að öll rými eru frátekin og erum við hjá Trésmiðjunni Rein farin að huga að næstu byggingu sem rís á næstu lóð sunnan við, eða Fiskifjöru 3. Þar kemur til með að rísa annað stálgrindarhús sem einnig skipt verður niður í bil. Fiskifjara 3 er ennþá á hönnunarstigi og því ekki alveg klárt hversu stór bilin verða en fólk er þó strax farið að sýna áhuga.. Áhugasömum aðilum á plássi í Fiskifjöru 3 er bent á að gott er að hafa samband við okkur og lýsa yfir áhuga.. við erum farin að skrifa niður nöfn..