Fyrsti hluti stálgrindar mættur á svæðið, við bílinn standa framkvæmdarstjóri fyrirtækisins, Sigmar …
Fyrsti hluti stálgrindar mættur á svæðið, við bílinn standa framkvæmdarstjóri fyrirtækisins, Sigmar Stefánsson (í bláu) og kranamaðurinn Guðmundur Aðalsteinsson (í appelsínugulu).

Núna í morgun kom fyrsta fleti af 9 sem innihalda nýja aðstöðuhúsið hjá okkur í Trésmiðjunni Rein. Næstu daga koma svo 3 fleti í viðbót sem innihalda stálgrindina sjálfa. fólk ætti því að fara sjá húsið fara rísa undir lok næstu viku. Eins og gefur að skilja er spenningur og tilhlökkun innan raða Trésmiðjunar vegna hússins, sem kemur til með að gjörbylta þeirri aðstöðu sem er fyrir hendi í vinnslu á forsmíðuðum húseiningum, hvort sem er í steypu eða timbri.

Á sama tíma og húsið er að birtast vinnum við að því að steypa plön við húsið til að flýta fyrir því að húsið verði tekið í notkun.   

 

Víðimóar 8, slegið upp fyrir plani