Trésmiðjan Rein er gríðarlega stolt af því að hafa fengið heiðursnafnbótina "Framúrskarandi fyrirtæki" sjötta árið í röð samkvæmt CreditInfo. Þessi heiður hvetur okkur til að gera enn betur á þessu ári en því síðasta, enda er mikið framundan á svæðinu. Við hlökkum til að takast á við komandi verkefni með þessa nafnbót í farteskinu.

 

Takk fyrir okkur.